Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. september 2019

Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á TechBBQ

Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á TechBBQ
Íslandsstofa stóð að sendinefnd á ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn dagana 18. og 19. september, í samstarfi við sendiráð Íslands í Danmörku og Icelandic Startups.

Þetta er í fyrsta sinn sem að Íslandsstofa tekur þátt á TechBBQ ráðstefnunni, en hún hefur verið vaxið undanfarin ár sem einn mest spennandi viðburður í sprotaumhverfi Norðurlandanna. Ráðstefnuna sækja ár hvert frumkvöðlar víða úr heiminum  ásamt alþjóðlegum fjárfestum. 

Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Helga Hauksdóttir, hélt móttöku fyrir erlenda og innlenda fjárfesta í sendiráði Íslands. Við það tækifæri kynntu íslensku frumkvöðlarnir fyrirtæki sín og lausnir fyrir gestum. Viðburðurinn fékk góða umsögn hjá íslensku fyrirtækjunum og hugmyndin er að endurtaka leikinn að ári og styðja enn betur við tengslamyndun á þessu sviði. 


Deila