Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. nóvember 2017

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá góðar viðtökur í Kína

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá góðar viðtökur í Kína
Íslandsstofa hafði umsjón með þátttöku sjö íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Qingdao, China Fisheries & Seafood Expo, sem fram fór dagana 1. -3. nóvember sl.

Íslandsstofa hafði umsjón með þátttöku sjö íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Qingdao, China Fisheries & Seafood Expo, sem fram fór dagana 1. -3. nóvember sl. Mikill fjöldi gesta sótti sýninguna og voru fulltrúar íslensku fyrirtækjanna almennt ánægðir með viðtökurnar. Á íslenska svæðinu tóku þátt fyrirtækin Icelandic Asia, Iceland Pelagic, HB Grandi, VSV, About Fish, Reykjavik Seafood og Triton, auk Iceland Responsible Fisheries (IRF) sem kynnti sameiginlega hagsmuni íslensks sjávarútvegs undir merkjum IRF sem og ábyrgar veiðar og íslenska IRF vottun.

Mikilvægustu afurðir sem Íslendingar flytja á Asíumarkað eru: Loðnuhrogn, grálúða og karfi en hlutfall Asíu í heildarútflutningsverðmætum hefur verið á bilinu 6-9% síðustu árin, 9% árið 2016.

Fjöldi sýnenda og gesta á China Fisheries & Seafood Expo hefur meira en tvöfaldast á undanförnum árum og er sýningin stærsta sinnar tegundar í Asíu með yfir 29.000 gesti frá um 100 löndum og 1400 sýnendur sem gerir hana að næst stærstu sjávarútvegssýningu heims, á eftir sýningunni í Brussel. Sérstaklega hefur orðið mikil fjölgun á erlendum sýnendum.
Sýningin fer fram á sama stað að ári, dagana 7. - 9. nóvember 2018.

Deila