Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. mars 2019

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í sviðsljósinu í Múrmansk

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í sviðsljósinu í Múrmansk
Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu stóð fyrir heimsókn íslenskra sjávarútvegstækni fyrirtækja til Múrrmansk í Rússlandi dagana 19. og 20. mars sl.

Þar tók hópurinn þátt í 6. alþjóðlegu Fisheries in the Arctic ráðstefnunni sem haldin er árlega á þessum slóðum.

Hópurinn samanstóð af 13 íslenskum sjávarútvegstækni fyrirtækjum sem þátt tóku í ráðstefnunni, sem og í sérstakri íslenskri málstofu þar sem viðskipti íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja á Múrmansk svæðinu voru í forgrunni. Íslensku fyrirtækin voru eftirtalin; Frost, Hampiðjan, Kapp, Knarr Maritime, Knarr Rus, Marel, Marport, Nautic, Polar Doors, Skaginn 3X, Skipasýn, Sæplast og Valka.

Á ráðstefnunni átti Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu fund með landsstjóra Múrmansk þar sem íslensku fyrirtækin voru kynnt en þeim gafst jafnframt kostur á að taka þátt í fundinum. Þá tóku íslenskir fyrirlesarar einnig til máls á aðaldagskrá ráðstefnunnar eða Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu, Jónas Tryggvason fyrir hönd Knarr Rus og Stanislav Dudin fulltrúi Skipasýnar.

Íslensku fyrirtækin kynntu sig einnig sameiginlega á málstofu undir yfirskriftinni “Perspective of Cooperation between Iceland and Russia in the field of developing an effective modern fishery industry in the Russian Federation” en að henni stóð Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Moskvu og Fishery Industrial Union of the North. Þar kynntu íslensku fyrirtækin sig og áttu samtal við rússneska aðila úr greininni. Var vel mætt á íslensku málstofuna og mikill áhugi rússneskra aðila sem vildu kynnast því sem Íslendingar aðhafast í sjávarútvegstækni í dag.

Í lok viðburðarins var nýtt kynningarmyndband sýnt, þar sem forystuhlutverk Íslands í tækni og nýsköpun í alþjóðlegum sjávarútvegi er aðal drifkrafturinn. Að ráðstefnu lokinni stóð íslenska sendinefndin fyrir móttöku þar sem aðilum gafst færi á að efla tengsl og mynda ný.


Deila