Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. maí 2018

Íslenskir ferðasöluaðilar á ferð í Póllandi

Íslenskir ferðasöluaðilar á ferð í Póllandi
Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir ferðasöluaðila í borgunum Kraká, Varsjá og Gdansk dagana 22.– 24. maí sl.

Á vinnustofunum var lögð áhersla á Ísland sem heilsárs áfangastað undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu, að vanda.
Með í för voru tíu íslensk fyrirtæki: Elding Adventures at Sea, Gentle Giants, Gray Line Iceland, Hey Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Mountaineers of Iceland, Snæland Travel, Terra Nova Iceland og WOW Air.

Um 50 pólskir ferðaheildsalar sóttu vinnustofurnar og sýndu mikinn áhuga á að kynnast Íslandi sem áfangastað betur og stofna til, sem og efla, tengslin við þátttökufyrirtækin.
Mikil ánægja var með áherslur Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland og vöktu myndböndin um landshluta Íslands hrifningu meðal gesta. Sérstaka athygli vakti markaðsherferðin The Icelandic Pledge og hvernig hún er nýtt til að hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar á skemmtilegan máta.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunum.

Deila