Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. september 2015

Íslenskir hönnuðir hasla sér völl á Maison & Objet sýningunni í París

Íslenskir hönnuðir hasla sér völl  á Maison & Objet sýningunni í París
Fimm íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni Maison & Objet sem fram fór í París dagana 4.-8. september. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir hönnuðir taka þátt á sýningunni, en Íslandsstofa hefur stutt þá til þátttöku öll árin.

Fimm íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni Maison & Objet sem fram fór í París dagana 4.-8. september, Mary, IHANNA HOME, Anna Þórunn, Hring eftir Hring og Sveinbjörg.

Þetta er þriðja árið í röð sem þessir aðilar taka þátt á sýningunni en Íslandsstofa gerði samning um að styðja þá til þátttöku til þriggja ára. Mikilvægt er að mæta á slíkar sýningar ár eftir ár til að byggja upp traust kaupenda á fyrirtækinu. 

Íslensku hönnuðurnir voru ánægðir með þátttöku sína á sýningunni. Þar hittu þeir fyrir núverandi viðskiptavini ásamt nýjum, en þar á meðal voru virtar verslanir á borð við Anthropologie, Fleux og San Francisco Museum of Modern Art SFMOMA, sem sýndu mikinn áhuga á því sem íslensku fyrirtækin höfðu upp á að bjóða. Þá hefur viðvera á sýningunni skilað umboðsmönnum í Evrópu og sölu í verslanir, m.a. í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi og Hong Kong og því vel þess virði að hafa tekið þátt, að sögn þeirra.

IHANNA HOME (Ingibjörg Hanna) fékk verðlaun á sýningunni fyrir grafík á textíl, sem þykir mikill heiður.

Deila