Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. nóvember 2013

Íslenskum matvælum vel tekið í Sviss

Íslenskum matvælum vel tekið í Sviss
Íslenskur fiskur, lambakjöt og skyr voru megin uppistaða þess íslenska hráefnis sem kynnt var á IGEHO sýningunni í Basel í Sviss dagana 23.-27. nóvember.

Íslenskur fiskur, lambakjöt og skyr voru megin uppistaða þess íslenska hráefnis sem kynnt var á IGEHO sýningunni í Basel í Sviss dagana 23.-27. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem matvæli frá Íslandi eru kynnt á sýningunni en markmiðið var að sýna fram á sérstöðu Íslands sem framleiðanda á úrvalshráefni. Fjöldi fólks heimsótti íslenska þjóðarbásinn alla fimm dagana sem sýningin stóð yfir og sýndu þeir íslenska matnum mikinn áhuga. Matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason matreiddi lambakjöt, þorsk og lax og bauð gestum að smakka, sem lýstu yfir mikilli ánægju með það sem í boði  var. Þátttakendur á íslenska sýningarsvæðinu auk Íslandsstofu voru: Ice-co, Kjarnafæði, SAH afurðir, MS og Iceland Responsible Fisheries.

IGEHO er alþjóðleg sýning þar sem finna má allt sem viðkemur rekstri hótela og veitingahúsa og sækja hana að jafnaði um 75.000 gestir hverju sinni, en sýningin er haldin annað hvert ár.

Nánari upplýsingar má finna á vef IGEHO

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

Deila