Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. júlí 2011

Júlí er sögumánuður Inspired by Iceland

Inspired by Iceland verkefnið heldur áfram að rúlla. Í sumar verður lögð áhersla á að fá erlenda gesti til þess að deila reynslu sinni af Íslandi á vefsíðu Inspired by Iceland, með því að senda inn sögur eða video af dvöl sinni hérlendis.

Til þess að hvetja ferðamenn til að deila reynslu sinni hefur verið efnt til keppni um bestu innsendu söguna. Keppnin stendur frá 1. júlí til 15. september, en dómnefnd mun velja bestu innsendu söguna, og mun höfundur hennar hljóta flugmiða fyrir tvo til Íslands að launum.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu segir að efnt hafi verið til leiksins með það að markmiði að auka þátttöku notenda Inspired by Iceland vefsins. „Við ætlum að reyna að fá gesti til þess að kynna landið fyrir okkur með því að segja frá jákvæðri reynslu sinni af landinu. Fólk metur reynslusögur annarra með öðrum hætti en upplýsingar úr ferðamannabæklingum. Með þessari keppni erum við að reyna að fá ferðamenn til þess að styrkja og bæta ímynd Íslands sem ferðamannastaðar.“

Inga Hlín vonast til að leikurinn verði til þess að auka enn á innsendar sögur ferðamanna á vef Inspired by Iceland, en  þar eru nú þegar komnar rúmlega 500 sögur.

Deila