Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. janúar 2016

Kanna þarfir fyrirtækja varðandi kröfur og reglur í heilbrigðistækni

Kanna þarfir fyrirtækja varðandi kröfur og reglur í heilbrigðistækni
Íslandsstofa sendi í vikunni út könnun til fyrirtækja í heilbrigðistækni. Markmiðið er að fá innsýn í þekkingu þeirra á reglum og kröfum sem gerðar eru til lækningatækja sem markaðssett eru í Bandaríkjunum og þarfir fyrirtækjanna varðandi aðstoð sérfræðinga á þessu sviði.

Íslandsstofa sendi í vikunni út könnun til fyrirtækja í heilbrigðistækni. Markmiðið er að fá innsýn í þekkingu þeirra á reglum og kröfum sem gerðar eru til lækningatækja sem markaðssett eru í Bandaríkjunum og þarfir fyrirtækjanna varðandi aðstoð sérfræðinga á þessu sviði. Könnunin er unnin í samstarfi við Samtök heilbrigðisiðnaðarins (SHI), í framhaldi af niðurstöðum kortlagningar fyrirtækja í heilbrigðistækni sem gerð var á síðasta ári. Sjá skýrslu.

Íslandsstofa og SHI vilja koma til móts við þarfir fyrirtækjanna með því að fá til landsins sérfræðinga sem geta aðstoðað þau við að styrkja stöðu sína á þessu sviði. Niðurstöður könnunarinnar hafa því mikið að segja um hver verða næstu skref málsins.

Fyrirtæki í heilbrigðistækni sem ekki hafa fengið könnunina senda en vilja taka þátt eru hvött til að hafa samband við Andra Marteinsson, netfang andri@islandsstofa.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar um verkefnið. 

Deila