Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. nóvember 2016

Kynna íslenskar lausnir í Múrmansk

Kynna íslenskar lausnir í Múrmansk
Tíu íslensk fyrirtæki sem hanna og framleiða tæknilausnir og búnað fyrir sjávarútveg, funduðu í vikunni með fulltrúum fyrirtækja og stjórnvalda í Múrmansk í Rússlandi. Almenn ánægja er með ferðina og ýmis tækifæri til að koma íslenskum lausnum í auknum mæli inn á þennan markað.
Frá fundi íslensku fyrirtækjanna með Northern Fish-Producers Union í Múrmansk.


Tíu íslensk fyrirtæki sem hanna og framleiða tæknilausnir og búnað fyrir sjávarútveg, funduðu í vikunni með fulltrúum fyrirtækja og stjórnvalda í Múrmansk í Rússlandi. Almenn ánægja er með ferðina og ýmis tækifæri til að koma íslenskum lausnum í auknum mæli inn á þennan markað. 

Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Moskvu, hafði veg og vanda af skipulagningu sameiginlegrar dagskrár hópsins í samstarfi m.a. við ræðismann Íslands í Múrmansk, rússneska viðskiptaráðið og viðskiptaráð Norðurskautsins, NCCI. Fyrirtækin sátu m.a. fund með samtökum fiskframleiðenda í Múrmansk og hittu landstjórann. Þá var hvert fyrirtæki með sína fundadagskrá sem samanstóð af fundum sem þau sjálf og höfðu skipulagt og fundum sem NCCI skipulagði.

Fyrirtækin hafa öll átt viðskipti eða þreifað fyrir sér á þessu svæði og ferðin nýttist því vel til að fylgja eftir og treysta viðskiptasambönd sem þegar hafa myndast og kynna íslenskt hugvit fyrir fleiri mögulegum samstarfsaðilum. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt eru;  Borgarplast, Hampiðjan, Marel, Naust Marine, Nautic, Navis, Sjógull, Skaginn 3X, Sæplast og Valka. 

Heimsóknin tengist þátttöku Berglindar Ásgeirsdóttur sendiherra í alþjóðlegu viðskiptaþingi og dagskrá sem skipulögð var í tengslum við hana.

Deila