Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. apríl 2012

Kynningarfundir á Norðurlöndunum

Kynningarfundir á Norðurlöndunum
Íslandsstofa gekkst á dögunum fyrir kynningarfundum í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Tilgangur fundanna var að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið Ísland allt árið en sérstaklega var rætt um markaðssetningu á Íslandi utan háannatíma.

Íslandsstofa gekkst nýlega fyrir kynningarfundum í Oslo, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Tilgangur fundanna er að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið „Ísland allt árið" og sérstaklega var rætt um markaðssetningu á Íslandi utan háannatíma.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar Íslandsstofu, kynnti yfirlit bæði yfir skipulagsbreytingar hjá markaðssóknarsviðinu og útskýrði helstu þætti átaksins Ísland allt árið. Þá gafst íslenskum fyrirtækjum færi á að funda með söluaðilum og kynna nýjungar í vöruframboði sínu veturinn 2012-2013. 

Fundirnir vor ágætlega sóttir en yfir 50 aðilar komu og fræddust ásamt því að eiga fundi við íslensku fyrirtækin sem voru með í för; Flugfélag Íslands, Blue lagoon, Icelandair, Iceland Excursions, Reykjavík Excursion, Snæland, Ferðaþjónustu bænda, Elding, Íshestar, Markaðsstofa Norðurlands og Iceland Express.
Mikill áhugi er á að efla ferðir utan háannar til Íslands og því er vonast til að fundir sem þessir vekji áhuga og stilli saman strengi.

Deila