Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. ágúst 2016

Kynntu framleiðslu sína í Nýju Delí

Kynntu framleiðslu sína í Nýju Delí
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí tók nýverið á móti íslenskri viðskiptasendinefnd sem samanstóð af fyrirtækjunum Feel Iceland, GeoSilica og MÝR.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí tók nýverið á móti íslenskri viðskiptasendinefnd sem samanstóð af fyrirtækjunum Feel Iceland, GeoSilica og MÝR. Fyrirtækin kynntu framleiðslu sína og áttu fundi með Associated Chamber of Commerce & Industry of India (ASSOCHAM)FICCI FLO(samtökum kvenna í frumkvöðlastarfi) og ráðamönnum. Einnig var boðið til móttöku í sendiráðinu sem m.a. var skipulögð í samstarfi við Indversk-íslenska viðskiptaráðið. 

Í tilkynningu sem sendiráðið sendi frá sér vegna heimsóknarinnar kom fram að mikil tækifæri liggja í auknu samstarfi Íslands og Indlands, m.a. á sviði jarðvarma, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, kvikmyndagerðar og skapandi greina. 

Deila