Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. febrúar 2019

Landkynning í Bandaríkjunum með 15 íslenskum fyrirtækjum

Landkynning í Bandaríkjunum með 15 íslenskum fyrirtækjum
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í borgunum Dallas, Kansas City og Denver fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 20. - 23. febrúar sl.

Vinnustofurnar hófust með landkynningu frá fulltrúum Íslandsstofu. Kynningin var unnin með áherslum herferðarinnar „Ísland A-Ö“ og kapp lagt á að kynna landshlutana og verkfærakistu ferðaþjónustunnar sem Íslandsstofa heldur úti. Í kjölfarið tóku við örfundir með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum þar sem þau kynntu fjölbreytta þjónustu sína. Í heildina sóttu hátt í hundrað aðilar vinnustofurnar í þessum þremur borgum. Mikil ánægja ríkti með viðburðina og áhugi þátttakenda á áfangastaðnum Íslandi leyndi sér ekki. Beint flug er í boði yfir sumarmánuðina til Kansas City og Dallas og allan ársins hring til Denver og því ljóst að mikil tækifæri felast í landkynningu á þessum slóðum.

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt í vinnustofunum voru Air Iceland Connect, Elding Adventure at Sea, GoNorth, Gray Line Iceland, Hótel Húsafell, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Íshestar, Prime Tours, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Soleil de Minuit, Special Tours og Superjeep.is


Deila