Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. apríl 2012

London Book Fair

Stærsta enska bókasýningin, London Book Fair, fór fram í Earls Court London dagana 15.-17. apríl. Sýningin er mjög alþjóðleg en þar er hægt að sjá allt það nýjasta sem er að gerast í greininni.

Íslandsstofa hefur staðið fyrir íslenskum þjóðarbás á sýningunni undanfarin ár. Þar kynna útgefendur og aðrir í greininni bækur sínar með það að markmiði að selja eða kaupa útgáfu og þýðingarrétt verkanna.
Mikið af námskeiðum og ýmsum viðburðum er tengjast greininni fara fram meðan á sýningunni stendur. Um 1500 alþjóðlegir sýnendur taka þátt í sýningunni og um 24.500 gestir sækja hana heim á ári hverju.

Deila