Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. nóvember 2013

Málstofa framundan - viðskiptatækifæri í Malasíu

Málstofa framundan - viðskiptatækifæri í Malasíu
Í tilefni af komu sendinefndar frá Malasíu hingað til lands fer fram málþing þriðjudaginn 19. nóvember kl. 09:00 - 11:30 þar sem kynnt verða aukin tækifæri til samstarfs á milli fyrirtækja á Íslandi og í Malasíu.

Í tilefni af komu sendinefndar frá Malasíu hingað til lands fer fram málþing þriðjudaginn 19. nóvember kl. 09:00 - 11:30 þar sem kynnt verða aukin tækifæri til samstarfs á milli fyrirtækja á Íslandi og í Malasíu. Málstofan verður haldin í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2.

Malasísk stjórnvöld hafa markað sér stefnu um endurmótun hagkerfisins fyrir árið 2020. Í því skyni er nú lögð meiri áhersla á virðisaukandi framleiðslu í Malasíu fremur en útflutning hráefna. Stjórnvöld í Malasíu hafa boðið erlendum fyrirtækjum að taka þátt í þessari þróun með ýmiskonar stuðningi, sérstaklega í hátækniiðnaði, upplýsingatækni, virðisaukaskapandi greinum, vöruframleiðslu sem krefst sérfræðiþekkingar og þjónustu þessu tengdu.

Íslensk fyrirtæki mega halda 100% eignarhluta í framleiðslufyrirtækjum og tengdri þjónustu.
Ef áhugi er á Joint Ventures, býður MIDA aðstoð sína. Málstofunni er einnig ætlað að kanna möguleika á tvíhliða viðskiptum milli landanna.

Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, forstöðumaður iðnaðar og þjónustu, andri@islandsstofa.is.

Þeir aðilar sem standa fyrir málþinginu eru:
Malaysian Investment Development Authority (MIDA), ræðismaður Malasíu á Íslandi, Örn Erlendsson og Íslandsstofa.

 

 

 

Deila