Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. maí 2018

Markaðssetning á áfangastaðnum Íslandi kynnt í Mið-Evrópu

Markaðssetning á áfangastaðnum Íslandi kynnt í Mið-Evrópu
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í ferðaþjónustu í Zürich, Amsterdam og Antwerpen dagana 24.-26. apríl sl.

Á vinnustofunum var Ísland var kynnt sem heils árs ferðaáfangastaður undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu. Eftirfarandi fyrirtæki frá Íslandi tóku þátt: Elding Adventures at Sea, Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Skólabrú, Snæland Travel, Special Tours og WOW Air.

Vinnustofurnar vöktu töluverða athygli í ferðamiðlum viðkomandi borga. Meðal gesta var gerður mjög góður rómur að nálgun Íslandsstofu í markaðssetningu undir merkjum Inspired by Iceland og hvernig ábyrg ferðaþjónusta er sett í forgrunn í öllu kynningarefni. Þá vöktu A-Ö myndbönd frá ýmsum landshlutum Íslands athygli sem og TEAM ICELAND kynningarátakið í tengslum við þátttöku Íslands í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Rússlandi.

 

Deila