Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. september 2015

Matarkaupstefna í Turku

Matarkaupstefna í Turku
Sendiráð Íslands í Helsinki, í samstarfi við Íslandsstofu, býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í matarkaupstefnu í Turku dagana 2.-4. október næstkomandi.

Sendiráð Íslands í Helsinki, í samstarfi við Íslandsstofu, býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í matarkaupstefnu í Turku dagana 2.- 4. október.

Á kaupstefnunni gefst fyrirtækjunum kostur á að kynna vörur sínar og hitta mögulega samstarfsaðila á sérstökum Íslandsbás. Þar verður áhersla lögð á að kynna íslenskt hráefni og íslenska matargerð. Hér býðst gott tækifæri til að dreifa kynningarefni og að leyfa gestum og gangandi að bragða á íslenskum matvælum. 

Sömu helgi fer fram matarhátíðin Food and Fun Finland, sem mun teygja anga sína inn á matarkaupstefnuna með ýmsum hætti, m.a. fer lokakeppni kokka á matarhátíðinni fram í kaupstefnuhöllinni. Þess má geta að 24.000 gestir heimsóttu matarkaupstefnuna í fyrra, bæði fagaðilar og neytendur. 

Turku er ein af stærstu borgum Finnlands og er oft nefnd "the gateway to Finland“ en þar eru mjög góðar samgöngur og fjölbreytt viðskiptalíf. 

Með þátttöku í kaupstefnunni er verið að fylgja eftir áhuga íslenskra fyrirtækja á finnska markaðnum og einnig markmiðum íslenskra og finnskra stjórnvalda og Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins um eflingu viðskipta milli landanna.

Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku á básnum á kaupstefnunni. Fyrirtæki greiða sjálf fargjöld, gistingu og uppihald. Sendiráðið getur útvegað gistingu á sérstökum kjörum í Turku. 

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig fyrir 18. september með því að senda tölvupóst á netfangið arna@mfa.is með eftirfarandi upplýsingum:

- Nafn fyrirtækis
- Tengiliður
- Stutt kynning á fyrirtækinu á ensku

Nánari upplýsingar veita:
Arna Lísbet Þorgeirsdóttir, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Helsinki, arna@mfa.is og Áslaug Þ. Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu - sjávarútvegur og matvæli, aslaug@islandsstofa.is

Deila