Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. janúar 2015

Menningarlæsi mikilvægur þáttur í alþjóðaviðskiptum

Menningarlæsi mikilvægur þáttur í alþjóðaviðskiptum
Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um menningarlæsi á erlendum markaði. Þar voru skoðuð ýmis atriði sem hafa þarf í huga í viðskiptum við fólk af ólíkum uppruna.

Menningarlæsi er afar mikilvægt í alþjóðaviðskiptum. Það snýst um að þekkja, virða og kunna að vinna með þær – oftast óskrifuðu – samskiptareglur sem gilda á öðrum mörkuðum og menningarsvæðum.

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um menningarlæsi á erlendum markaði. Uppselt var á vinnustofuna en þar voru skoðuð ýmis atriði sem hafa þarf í huga í viðskiptum við fólk af ólíkum uppruna. Meðal þess sem farið var yfir er hvernig hægt er að láta menningarmun vinna með sér í stað þess að vera hindrun í samskiptum. Þá kom m.a. fram að mikilvægt er að skoða eigin menningu áður en farið er að greina aðra markaði.
Sköpuðust áhugaverðar umræður um viðfangsefnið meðal þátttakenda. 

Hægt er að nálgast samantekt um málefnið menningarlæsi á erlendum markaði á heimasíðu Íslandstofu

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila