Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. janúar 2015

Mikil aukning á útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna á síðustu árum

Mikil aukning á útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna á síðustu árum
Á kynningarfundi sem Íslandsstofa hélt um útflutning á sjávarafurðum kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið á útflutningi frá Íslandi inn á bandaríska markaðinn á síðustu tveimur árum.

Á kynningarfundi sem Íslandsstofa hélt um útflutning á sjávarafurðum kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið á útflutningi frá Íslandi inn á bandaríska markaðinn á síðustu tveimur árum. 

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, flutti áhugavert erindi um markað fyrir sjávarafurðir í Bandaríkjunum. Í erindi Hlyns kom m.a. fram að 140% aukning varð í útflutningi á ferskum fiski frá 2011-2013, úr rúmum 2700 tonnum í yfir 6600 tonn. Þá ræddi hann mikilvægi bandaríska markaðarins fyrir íslenska útflytjendur á laxi og bleikju, og sagði frá því að hlutdeild þorsks hefur aukist verulega undanfarin þrjú ár. Einnig eru tækifæri til staðar í saltfiski og full unnum vörum frá Íslandi, samkvæmt Hlyni. Þá kom hann einnig inn á neysluvenjur og viðhorf bandarískra neytenda til Íslands og íslenskra afurða. 
Erindi Hlyns

Auk Hlyns héldu þeir Brynjar Viggósson, forstöðumaður útflutningsdeildar Eimskips og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo stutt erindi um þjónustu sinna fyrirtækja þegar kemur að flutningum sjávarafurða. Í erindi Gunnars kom m.a. fram að aukin tíðni í áætlunarflugi Icelandair og nýir áfangastaðir hafi opnað nýja og spennandi markaði vestanhafs svo tækifærin eru án efa til staðar þar. Brynjar sagði frá aukinni þjónustu Eimskips við Norður-Ameríku og ræddi þar m.a. um nýlega áfangastaði Eimskips og möguleika á frystigeymslu á hafnarsvæðinu.
Erindi Brynjars
E
rindi Gunnars

Deila