Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. apríl 2012

Mikill áhugi á Aldrei fór ég suður

Mikill áhugi á Aldrei fór ég suður
Um páskahelgina var tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður send út í beinni útsendingu á vef Inspired by Iceland í samstarfi við skipuleggjendur hátíðarinnar, Ísafjarðarbæ, Markaðsstofu Vestfjarða, Útflutningsskrifstofu Íslenskrar tónlistar, og RÚV

Um páskahelgina var tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður send út í beinni útsendingu á vef Inspired by Iceland í samstarfi við skipuleggjendur hátíðarinnar, Ísafjarðarbæ, Markaðsstofu Vestfjarða, Útflutningsskrifstofu Íslenskrar tónlistar, og RÚV.

Alls heimsóttu rúmlega 35.000 manns vefinn þá þrjá daga sem útsendingin stóð yfir. Um helmingur áhorfenda var erlendis frá.
Þetta er í annað sinn sem Aldrei fór ég suður er streymt á vef Inspired by Iceland, en hátíðin var einnig send út í fyrra. Þá fylgdust um 26.000 manns með beinni útsendingu frá tónleikunum.
Einnig komu til landsins fimm erlendir blaðamenn í boði Inspired by Iceland og ÚTÓN til þess að heimsækja Ísafjörð og kynna sér íslenska tónlist.
Þetta var níunda Aldrei fór ég suður hátíðin. Meðal þeirra sem komu fram voru: Sykur, Muck, Retro Stefson, Skálmöld, Mugison, Klysja, Dúkkulísur, Pollapönk, Guðrið Hansdóttir, Jón Jónsson, og fleiri.

Deila