Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. október 2015

Mikill áhugi á Íslandi á Top Resa í París

Mikill áhugi á Íslandi á Top Resa í París
Íslandsstofa skipulagði þátttöku á IFTM Top Resa ferðakaupstefnunni sem haldin var í París í 37. sinn dagana 29. september til 2. október sl.

Íslandsstofa skipulagði þátttöku á IFTM Top Resa ferðakaupstefnunni sem haldin var í París í 37. sinn dagana 29. september til 2. október sl. Átta íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt á þjóðarbás Íslands.

Kaupstefnan er ætluð fagaðilum í ferðaþjónustu og fer sífellt stækkandi en í ár heimsóttu hana um 32 þúsund gestir. Greina mátti mikinn áhuga á Íslandi og var stöðugur straumur á Íslandsbásinn alla fimm dagana. 

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Arctic Adventures, Gray Line Iceland, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Kynnisferðir, Snæland Travel, Soleil de Minuit, Terra Nova Iceland og WOW air.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá kaupstefnunni

Deila