Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. júní 2013

Mikill áhugi á Kína

Mikill áhugi á Kína
Í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings Íslands og Kína hélt Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund á Grand hótel um tolla- og upprunamál.

 

 

 



Í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings Íslands og Kína hélt Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund á Grand hótel um tolla- og upprunamál. Rúmlega áttatíu manns mættu til að kynna sér þetta mál betur en skömmu áður höfðu um 200 manns sótt fund þar sem innihald samningsins var kynnt.

Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisþjónustunni kynnti á hvaða vörum tollar féllu niður í viðskiptum á milli landanna. Nokkra athygli og kátínu vakti meðal fundarmanna að blómkál er ein af þeim sérvöldu vörum sem engir tollar falla niður á. 

Seinni aðalframsögumaður fundarins, Svanhvít Reith lögfræðingur hjá Tollstjóra, fór vel yfir hvaða skilyrði vara þyrfti að uppfylla til að teljast vera upprunnin á Íslandi eða í Kína. Eitt af þeim mörgu mikilvægu atriðum sem fram komu í hennar máli var að ef vörur frá Kína eru keyptar í gegnum þriðja aðila í Evrópu eigi ákvæði samningsins ekki við því þá er ekki talið viðskipti hafi átt sér stað milli Kína og Íslands.

 

 

Deila