Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2011

Mikill áhugi á Norður Ameríku

Kynningarfundur á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins var haldinn á dögunum.

Fundurinn var mjög vel sóttur og á milli 60 og 70 þátttakendur mættu til að fræðast um sóknarfæri á Norður-Ameríkumarkaði.
Á fundinum kynnti Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi fyrir Norður-Ameríku markaðsverkefnið Iceland Naturally og hvernig afstaða neytenda í Norður-Ameríku hefur breyst gagnvart Íslandi í þann rúma áratug sem verkefnið hefur verið starfrækt.
Sif Gústavsson, verkefnisstjóri markaðssóknar í Norður-Ameríku hjá Íslandsstofu, fór yfir helstu strauma og stefnur í ferðamálum á þessum markaði, hverjar framtíðarhorfurnar eru varðandi Evrópuferðir Bandaríkjamanna og hvernig best sé að mæta þörfum og væntingum þessa hóps.
Eftir fundinn var boðið upp á viðtöl við Hlyn Guðjónsson um markaði og markaðsaðstoð í Bandaríkjunum og Kanada. Mörg fyrirtæki nýttu sér þá þjónustu og var uppbókað í alla viðtalstímana.

Deila