Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. október 2016

Mikill áhugi fyrirtækja á fundum með viðskiptafulltrúum

Mikill áhugi fyrirtækja á fundum með viðskiptafulltrúum

Tugir íslenskra fyrirtækja eiga fundi með viðskiptafulltrúum tíu sendiráða Íslands erlendis sem nú eru staddir á landinu. Þau koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta íslensk fyrirtæki, efla samstarfið og marka stefnuna fyrir komandi ár. Viðskiptafulltrúarnir eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Berlín, Helsinki, Kaupmannahöfn, London. Moskvu, New York,  Nýju-Delí, Osló, Peking og Tókýó.

Þau eru mikilvægir tengiliðir íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum, búa að reynslu og þekkingu á staðháttum, eru með sambönd og tengslanet sem er afar mikilvægt þegar fyrirtæki eru að koma vöru eða þjónustu á erlendan markað.

Nánar hér

Deila