Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. nóvember 2013

Miklir samstarfsmöguleikar í Seattle

Miklir samstarfsmöguleikar í Seattle
Fulltrúar 13 íslenskra fyrirtækja fylgdu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í heimsókn hennar til Seattle í síðustu viku. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, Íslandsstofu, Seattle Trade Alliance og viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar 13 íslenskra fyrirtækja fylgdu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í heimsókn hennar til Seattle í síðustu viku. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, Íslandsstofu, Seattle Trade Alliance og viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Ferðin samanstóð af fundum með heimamönnum ásamt kynningum þar sem íslensku fyrirtækin voru kynnt og fengu á móti fræðslu um uppbyggingu viðskiptaumhverfisins í Seattle. Lykilfyrirtæki á staðnum voru heimsótt, m.a. Microsoft og Boeing, en einnig smærri aðilar sem voru ekki síður áhugaverðir, s.s. útgerðarfyrirtækið American Seafood og fiskvinnslan Trident seafood. Þá var athyglisvert að kynnast starfsemi Marel í borginni. Seattle skartar einnig frægum háskóla og rannsóknarumhverfi og kynntust þátttakendur starfsemi Washington háskóla á sviði sjávarvísinda.

Ljóst er að miklir samstarfsmöguleikar eru milli Íslands og vesturstrandar Bandaríkjanna og ekki spillir fyrir að boðið er upp á beint flug þangað daglega frá Íslandi.

Fyrirtækin sem tóku þátt voru Fisktækniskólinn, Icelandair, Íslandsbanki, Hampiðjan, Héðinn, Landsbankinn, MaintSoft, Marco Partners, Marel, Naust, Traust, Úthafsskip og Össur.

Deila