Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. október 2014

Mörg íslensk fyrirtæki í útflutningshugleiðingum

Mörg íslensk fyrirtæki í útflutningshugleiðingum
Viðskiptafulltrúar íslensku sendiráðanna erlendis voru staddir á landinu í byrjun mánaðarins þar sem þeir sátu á þriðja hundrað fundi með íslenskum fyrirtækjum.

Viðskiptafulltrúar íslensku sendiráðanna erlendis voru staddir á landinu í byrjun mánaðarins til fundarhalda með íslenskum fyrirtækjum.

Viðskiptafulltrúarnir sátu vel á þriðja hundrað fundi með fulltrúum fyrirtækja sem nýttu tækifærið og komu að máli við fulltrúana. Ljóst er að mikill áhugi er hjá íslenskum fyrirtækjum að skoða möguleika á útflutningi. Flestir sem eiga erindi við viðskiptafulltrúana eru að leita eftir markaðsráðgjöf og aðstoð við að finna samstarfsaðila á markaði en einn helsti styrkleiki fulltrúanna er mikil reynsla og þekking á staðháttum og aðgangur að öflugu tengslaneti á sínum markaði.

Íslandsstofa og viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins bjóða íslenskum fyrirtækjum víðtæka þjónustu hjá þeim tíu sendiráðum sem eru með starfandi sérstakan viðskiptafulltrúa. Þetta eru sendiráð Íslands í Berlín, Pekíng, Delí, Tókýó, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn, London, Moskvu, og New York. 

Allar nánari upplýsingar um þjónustu viðskiptafulltrúanna veitir Andri Marteinsson andri@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Deila