Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. nóvember 2011

Ný vefur Iceland Responsible Fisheries

Nýr vefur Iceland Responsible Fisheries er nú kominn upp. Vefurinn hefur verið endurbættur verulega og fengið andlitslyftingu.

Á íslenska hluta vefsins má einnig nálgast viðtal við Guðnýju Káradóttir sem Einar K. Guðfinnsson tók við hana á ÍNN nýlega. Í því er fjallað um Iceland Responsible Fisheries verkefnið, þróun þess og viðtökur markaðarins við þessu framtaki sem íslenskur sjávarútvegur hefur sett sem lykilverkefni í samræmdri kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum.

Ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar. Einkum viljum við gjarnan fá upplýsingar um vefsíður sem eru með virkri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg á ensku og geta boðið upp á svokallað RSS feed á sínum fréttum. Einnig er hægt að nýta sér að fá sent RSS feed af IRF vefnum. Nánari upplýsingar veitir Guðný Káradóttir, markaðsstjóri Iceland Responsible Fisheries, gudny@islandsstofa.is.

Deila