Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. janúar 2013

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Íslandsstofa hefur ráðið Guðnýju Káradóttir í starf forstöðumanns markaðssóknar vöru og þjónustu. Um er að ræða nýtt svið sem er ætlað að skapa áhuga á íslenskum afurðum og þjónustu á erlendum mörkuðum og stuðla þannig að auknum gjaldeyristekjum.

Íslandsstofa hefur ráðið Guðnýju Káradóttir í starf forstöðumanns markaðssóknar vöru og þjónustu. Um er að ræða nýtt svið sem er ætlað að skapa áhuga á íslenskum afurðum og þjónustu á erlendum mörkuðum og stuðla þannig að auknum gjaldeyristekjum. Sviðið mun sinna markaðs- og kynningarstarfi fyrir Iceland Responsible Fisheries og kynningu á íslenskum sjávarafurðum.

Guðný er viðskiptafræðingur frá HÍ með Msc gráðu í markaðsfræðum frá Álaborgarháskóla. Hún hefur starfað hjá Íslandsstofu frá 2010 sem markaðsstjóri Iceland Responsible Fisheries verkefnisins. Hún var áður framkvæmdastjóri Gagarín og hefur mikla reynslu af markaðsstörfum og ráðgjöf.

Deila