Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. apríl 2021

One Show og Webby Awards svara kalli Íslandsstofu

One Show og Webby Awards svara kalli Íslandsstofu
Það er full ástæða til að fagna þessum árangri, hvort sem við hrópum það hástöfum úti á torgum eða fögnum innilega fyrir framan skjáinn heimavið.

Herferðin „Looks Like You Need to Let It Out“ náði eyrum heimsins í gegnum kófið í fyrra með þeim árangri að verkefnið verið hefur núna verið tilnefnt til þátttöku í tveimur af virtustu verðlaunahátíðum auglýsingaheimsins - og það í sex flokkum alls. 

The One Show - fjórar tilnefningar 

The One Show er í meðal stærstu viðburða sem finnast á markaðsdagatali heimsins. Árið 2020 bárust 20.000 innsendingar í keppnina frá 71 landi og er okkar framlag tilnefnt í fjórum flokkum:

Experiential & Immersive — Events, Stunts o.fl.
Upplifun og viðburðir, m.a. í beinu vefstreymi  
PR - Events & Experiential
Viðburðakynningar og fjölmiðlaefni 
PR - Media Relations
Samskipti við fjölmiðla  
Social Media — Stunts & Activations
Snjöll nýting samfélagsmiðla 

„Let It Out!“ er nú þegar komið í undanúrslit, en úrslitin verða kynnt í lok maí og endanleg úrslit verða kunngjörð með viðhöfn í byrjun júní. 

The Webby Awards - tvenn verðlaun í húfi
„The Internet's highest honor.” 
— The New York Times

The Webby Awards eru meðal virtustu verðlauna sem hampa má í heimi vefmiðla og stafrænna auglýsingaherferða. 

„Let it Out!“ er tilnefnd fyrir PR-starf og stafrænar auglýsingar á sviði ferðaþjónustu. Tvenn verðlaun eru veitt í hverjum flokki, annars vegar er dómur elítunnar og hins vegar alþýðunnar: 

Media & PR: Tourism & Leisure
Dómnefnd keppninnar velur sigurvegara ársins og verðlaunar sérstaklega á lokahátíð 18. maí.  

The People's Voice Award in Advertising: Tourism & Leisure
Vinsælasta herferðin að mati almennings verður valin í netkosningu sem þegar er hafin og lýkur þann 6. maí 2021.

Spennandi tímar fram undan

Tilnefningar til Webby Awards og One Show eru viðurkenningar sem vert er að fagna sérstaklega. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort fleiri sigrar falla okkur í skaut á næstu misserum.  


Deila