Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. september 2015

Raddir frá Íslandi áberandi á bókamessunni í Gautaborg

Raddir frá Íslandi áberandi á bókamessunni í Gautaborg
Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 24.-27. september sl. þar sem Íslendingar voru með eitt af aðalhlutverkunum með dagskránni Raddir frá Íslandi. Fimmtán íslenskir rithöfundar tóku þátt.

Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 24.-27. september sl. og fóru Íslendingar með eitt af aðalhlutverkunum þar með Raddir frá Íslandi. Fimmtán íslenskir rithöfundar tóku þátt í fjölda uppákoma s.s. málþingum og fyrirlestrum og fengu verðskuldaða athygli. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp við opnun sýningarinnar og nýskipaður sendiherra í Stokkhólmi, Estrid Brekkan, sótti einnig sýninguna heim. Íslandsstofa og Miðstöð íslenskra bókmennta stóðu að íslenska þjóðarbásnum en stöðugur straumur gesta lagði leið sína þangað alla sýningardagana þar sem þeir kynntu sér og keyptu verk íslenskra höfunda. Félag íslenskra bókaútgefenda stóð fyrir bóksölu á staðnum.
Á sýningunni var einnig boðið upp á ljósmyndasýningu eftir Pál Stefánsson ljósmyndara með myndum úr nýrri bók hans Iceland Exposure.

Deila