Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2019

Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð sett á laggirnar

Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð sett á laggirnar
Stofnfundur rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í dag, 1. nóvember, í rússneska sendiráðinu á Íslandi.

Stofnfundinn setti sendiherra, Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev sem bauð gesti velkomna og fagnaði stofnun ráðsins. Mun þar lögð áhersla á að efla og auka tengsl á milli landanna tveggja á sviði viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar.

Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, tók næstur til máls og fór yfir mikilvægi góðra samskipta landann í millum auk þess sem hann greindi frá fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Rússlands síðar í mánuðinum en með í för verður viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja. Nýtti hann tækifærið og hvatti til þátttöku - sjá nánar um ferðina og skráningu hér.

Verðandi formaður ráðsins, Ari Edwald, greindi loks frá tilurð og stofnun hins nýja viðskiptaráðs en fyrir hvatningu Berglindar Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Rússlandi, var vinnuhópur settur á laggirnar sl. vor sem unnið hefur að stofnun ráðsins ásamt Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra millilandaráða hjá Viðskiptaráði Íslands. Vinnuhópinn skipuðu: Ari Edwald (MS), Gunnþór Ingvason (Síldarvinnslunni) og Tanya Zharov lögfræðingur.

Stofnaðilar RUIS eru 40 talsins og stjórn ráðsins skipuð eftirfarandi:

Ari Edwald, MS - Formaður

Baldvin Johnsen, Skaginn 3X

Bergur Guðmundsson, Marel

Gunnþór Ingvason, Síldarvinnslan

Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver

Tanya Zharov, lögfræðingur

Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair

Deila