Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. nóvember 2014

Samskipti á ensku kennd á vinnustofu

Samskipti á ensku kennd á vinnustofu
Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sl. miðvikudag sem bar heitið „Lærðu að haga þér“ og fjallaði um siðareglur sem tíðkast í samskiptum í enskumælandi löndum.

Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sl. miðvikudag sem bar heitið „Lærðu að haga þér“ og fjallaði um siðareglur sem tíðkast í samskiptum í enskumælandi löndum.

Á vinnustofunni var meðal annars farið yfir svörun fyrirspurna, hvernig á að orða skilaboð sem innihalda neikvæðar upplýsingar og viðeigandi meðhöndlun kvartana. Auk þess var farið yfir málnotkun og málshefðir í viðskiptum eftir mismunandi menningarheimum og orðaforði sem endurspeglar fagmennsku skoðaður og ræddur.

Góður rómur var gerður að fundinum og spunnust líflegar umræður um málefnið. Þátttakendur voru sammála um að góð samskipti er stór þáttur í velgengni í viðskiptum á erlendum mörkuðum.

Leiðbeinandi var Erlendina Kristjansson sem hefur kennt viðskipta- og lagaensku við Háskólinn í Reykjavik undanfarin 10 ár.

Deila