Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. febrúar 2015

Samstarf fyrirtækja og nemenda í meistaranámi

Samstarf fyrirtækja og nemenda í meistaranámi
Meistaranemar við Háskóla Íslands vinna með fulltrúum fyrirtækja í útflutningsverkefni Íslandsstofu að áætlun um að markaðssetja fyrirtækið og afurðir þess á erlendum markaði.

Meistaranemar við Háskóla Íslands vinna með fulltrúum fyrirtækja í útflutningsverkefni Íslandsstofu að áætlun um að markaðssetja fyrirtækið og afurðir þess á erlendum markaði. Þetta stefnumót atvinnulífs og háskóla hefur verið hluti af útflutningsverkefninu ÚH undanfarin ár. Nemendurnir vinna markaðsáætlunina sem lið í áfanga í alþjóðamarkaðssetningu á meistarastigi í Háskóla Íslands.

Ávinningurinn af þessu samstarfi er gagnkvæmur. Nemendur fá reynslu í að vinna með raunverulegt verkefni sem tengist atvinnulífinu, öðlast skilning og þjálfa vinnubrögð við greiningar á erlendum mörkuðum. Fyrirtækin fá nýtt sjónarhorn á reksturinn, vöruna og markaðsvinnu sína.

Útflutningsverkefnið ÚH (Útflutningsaukning & hagvöxtur) er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt.  Unnið er að markaðs- og aðgerðaáætlun fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðssetja og þátttakendur öðlast innsýn í hvaða verkfæri gagnast best til að afla þeirra þekkingar og reynslu sem þarf fyrir erlenda markaðsetningu. 

ÚH verkefnið sem nú er haldið 25 árið í röð er unnið í samstarfi við Samtök Iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Landsbankann og Félag kvenna í atvinnulífinu.
Þau fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru:

Ísam/Ora ehf
Marinox ehf
Sæferðir ehf
Lítill heimur ehf.
RST Net ehf
TAS - Ísgátt ehf
Pipe Ferret ehf
Kvikna ehf
South Iceland Adventures ehf

 

Deila