Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. febrúar 2015

Samstarf Íslandsstofu við erlenda fjölmiðla

Samstarf Íslandsstofu við erlenda fjölmiðla
Almannatengslastarf Íslandsstofu innan ferðaþjónustu og skapandi greina fór af stað með miklum krafti í byrjun árs. Árstíminn hefur í för með sér fjölda hátíða sem eru fjölsóttar af fjölmiðlum sem Íslandsstofa aðstoðar við að koma til landsins til að kynna sér menningu og skemmtun.

Almannatengslastarf Íslandsstofu innan ferðaþjónustu og skapandi greina fór af stað með miklum krafti í byrjun árs. Árstíminn hefur í för með sér fjölda hátíða sem eru fjölsóttar af fjölmiðlum sem Íslandsstofa aðstoðar við að koma til landsins til að kynna sér menningu og skemmtun en þar má nefna Myrka Músíkdaga, Vetrarhátíð í Reykjavík, Food and Fun, Sónar Reykjavik og Stockfish kvikmyndahátíðina.

Þá hefur Íslandsstofa verið í sambandi við allmarga fjölmiðla sem komu til landsins fyrstu tvo mánuði ársins en þar má nefna Die Zeit, Nordis Magazine, Mitteldeutscher Rundfunk, Taz – die tageszeitung, Süddeutsche Zeitung, Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung, DPA fréttamiðlunina, Saveurs Magazine, Le Point, Les Echos, Le Parisien, BBC World, BBC Natural World, ITV, Ekstra Bladet, Aftonbladet, Sunday People, Elle Magazine UK, Guardian, The Independent, auk fjölda smærri miðla, bloggara og áhrifavalda á félagsmiðlum á helstu markaðssvæðum.

Deila