Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. mars 2014

Sendiherrar í París og Helsinki í heimsókn

Sendiherrar í París og Helsinki í heimsókn
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki verða til viðtals 13. og 14. mars nk.

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki verða til viðtals 13. og 14. mars nk.

Þeir aðilar sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði, geta bókað fund með viðkomandi sendiherra.

Fimmtudaginn 13. mars, verður Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París til viðtals en auk Frakklands eru umdæmislönd sendiráðsins Alsír, Andorra, Djíbútí, Ítalía, Líbanon, Marokkó, Spánn og Túnis.

Föstudaginn 14. mars, verður Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til viðtals en auk Finnlands eru umdæmislönd sendiráðsins: Eistland, Lettland, Litháen og Úkraína.

Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og
Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Deila