Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. ágúst 2021

Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn 16. - 17. september

Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn 16. - 17. september
TechBBQ er góður vettvangur til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila.

Íslandsstofa skipuleggur í samstarfi við íslenska sendiráðið í Danmörku sendinefnd á ráðstefnuna TechBBQ sem fer fram dagana 16. og 17. september nk. í Kaupmannahöfn.

Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið góður vettvangur til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila.

Íslandsstofa hvetur áhugasöm fyrirtæki, fjárfesta og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi til að slást með í för á einn mest spennandi tengslaviðburð nýsköpunar í Evrópu.

Þátttakendur fá miða á TECHBBQ viðburðinn á afar sprotavænum kjörum, boð í fjárfestamóttöku á vegum íslenska sendiráðsins og pop-up viðburð sem haldinn verður á svæðinu.

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í ferðinni geta skráð sig hér að neðan til og með 9. september nk.

SKRÁ MIG NÚNA


Lesa má allt um dagskrá og áherslur TECHBBQ hér: The Startup Event of The Nordics - TechBBQ

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni, jarthrudur@islandsstofa.is 


Deila