Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. júní 2013

Sendinefnd frá Kína í heimsókn

Sendinefnd frá Kína í heimsókn
Í liðinni viku kom 14 manna sendinefnd frá China Agricultural Wholesale Markets Association í heimsókn til Íslandsstofu. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi stofunnar og á helstu þáttum íslensks atvinnulífs. Þá voru mikilvægi sjávarútvegsviðskipta milli Íslands og Kína rædd sérstaklega á fundinum.

Í liðinni viku kom 14 manna sendinefnd frá China Agricultural Wholesale Markets Association í heimsókn til Íslandsstofu. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi stofunnar og á helstu þáttum íslensks atvinnulífs. Þá voru mikilvægi sjávarútvegsviðskipta milli Íslands og Kína rædd sérstaklega á fundinum.
Fulltrúar nokkurra íslenskra fyrirtækja komu á kynninguna og áttu stutta fundi með gestunum.  

Á fundinum var einnig skrifað undir samstarfsyfirlýsingu milli samtakanna og Íslandsstofu. Það voru Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Zengjun Ma, formaður samtakanna sem undirrituðu samninginn en í honum felst m.a. vilyrði um gagnkvæma aðstoð við markaðsstarf. Þetta ákvæði er strax farið að skila sér því samtökin hafa boðið fram aðstoð til handa íslenskum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna 5th Asia-Pacific Wholesale Market Conference sem haldin verður í Xinjiang héraði 20.-23.  júlí. nk. Þar gefast tækifæri að komast í samband við heildsölu dreifiaðila í Kína fyrir íslenskar sjávarafurðir og önnur matvæli. 

Deila