Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. janúar 2020

Sérðu tækifæri í útboðum stofnana Sameinuðu þjóðanna?

Sérðu tækifæri í útboðum stofnana Sameinuðu þjóðanna?
Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vilja heyra í fyrirtækjum sem hafa áhuga á að kynna sér tækifæri tengd útboðum stofnana Sameinuðu þjóðanna og taka þátt í næsta útboðsþingi SÞ.

Árið 2018 keyptu stofnanir SÞ vörur og þjónustu fyrir rúmlega 18 milljarða Bandaríkjadala. Hlutdeild íslenskra fyrirtækja í þessum viðskiptum var tæplega 300 þúsund dalir og hefur á undanförnum árum verið á bilinu 200-400 þúsund dalir á ári. Stofnanir SÞ bjóða út kaup á öllu á milli himins og jarðar og eru sífellt í leit að nýjum birgjum.

Til að varpa ljósi á tækifæri sem geta falist í útboðum stofnana SÞ fyrir íslensk fyrirtæki hefur Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og systurstofnanir á Norðurlöndunum, staðið að útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir norræn fyrirtæki. Þingið hefur verið haldið í Kaupmannahöfn annað hvert ár frá árinu 2010, með þátttöku íslenskra fyrirtækja árin 2012 og 2016.

Nú er að hefjast undirbúningur fyrir næsta þing sem haldið verður í lok árs 2020 eða í byrjun árs 2021. Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vilja heyra frá fyrirtækjum sem gætu haft áhuga á að kynna sér tækifæri tengd útboðum SÞ og skoða þátttöku í útboðsþingi í Kaupmannahöfn.

Vinsamlegast smelltu hér að neðan ef þú vilt heyra meira og við höfum samband.

HEF ÁHUGA Á AÐ HEYRA MEIRA

Nánar um innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna


Deila