Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. september 2015

Sextíu manns sóttu Útflutningsdaga Íslandsstofu

Sextíu manns sóttu Útflutningsdaga Íslandsstofu
Útflutningsdagar Íslandsstofu voru haldnir dagana 1. og 2. september síðastliðinn. Um sextíu einstaklingar nýttu tækifærið, sóttu kynningar og fengu góð ráð frá markaðsráðgjöfum viðkomandi þjóða.
Mynd frá útflutningsdögum. Kynning á mörkuðum Mið Evrópu.

Útflutningsdagar Íslandsstofu voru haldnir dagana 1. og 2. september síðastliðinn. Þar fengu fyrirtæki tækifæri til að fræðast og afla sér upplýsinga um 14 markaði í Evrópu og Suður Ameríku. Um sextíu einstaklingar nýttu tækifærið, sóttu kynningar og fengu góð ráð frá markaðsráðgjöfum viðkomandi þjóða. Fjallað var um stöðu, helstu strauma, ógnanir og tækifæri á viðkomandi mörkuðum. Með þessu móti er Íslandsstofa að koma til móts við þarfir fyrirtækja sem leita ráðgjafar við vinnslu markaðsáætlana fyrir inngöngu á erlenda markaði.
Nánar um útflutningsþjónustu Íslandsstofu.

Andrea Bandirali frá ráðgjafafyrirtækinu Italdesk svarar fyrirspurn varðandi ítalska markaðinn.  

Deila