Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. ágúst 2016

Sjávarafurðakaupstefna 9. nóvember í Montréal í Kanada

Sjávarafurðakaupstefna 9. nóvember í Montréal í Kanada

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kanada, skipuleggur kaupstefnu í Montréal í Kanada 9. nóvember nk. Markmiðið er að auka vitund um íslenskar sjávarafurðir meðal kaupenda í Kanada og auka sölu þangað. Góð reynsla hefur verið af slíkum kaupstefnum í Norður-Ameríku, m.a. í New York í janúar sl.
 
Á kaupstefnunni verða íslensk fyrirtæki í framleiðslu, sölu og dreifingu leidd saman við kaupendur í Kanada. Um er að ræða svokallað „table tent show“ þar sem hvert fyrirtæki er með eigið borð og kynningarefni. Kaupstefnunni lýkur með móttöku fyrir þáttakendur þar sem íslenskur matreiðslumeistari kynnir afurðirnar fyrir kanadískum gestum. Markaðsfyrirtæki frá Kanada mun sjá um að leiða kaupendur að borðinu og aðstoða við gerð markaðsefnis og skipulagningu. 
 
Kostnaður við þátttöku er kr. 200.000 á fyrirtæki sem fer til greiðslu kostnaðar vegna aðstöðu, vinnu markaðssérfræðinga, leigu húsnæðis, veitinga o.fl. Þátttakendur sjá sjálfir um að greiða allan ferðakostnað og uppihald.
 
Nánari upplýsingar veita Hlynur Guðjónsson aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi í New York, hlynur.gudjonsson@utn.stjr.is og hjá Íslandsstofu Björgvin Þór Björgvinsson bjorgvin@islandsstofa.is og Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is.

Deila