Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. janúar 2012

Sjávarútvegssýningin í Kína

Undirbúningur er hafinn fyrir sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem haldin verður dagana 6.-8. nóvember nk.

Sýningin er stærst sinnar tegundar í Asíu og er að verða ein stærsta sjávarútvegssýning í heiminum en árið 2011 komu um 15.000 gestir frá 85 löndum.

Sýningin er m.a. ætluð fyrirtækjum í vinnslu sjávarafurða, framleiðslu tækni-og tækjabúnaðar, sem og öðrum sem sinna þjónustu við sjávarútveginn. Hluti sýningarinnar er tileinkaður fiskeldi.
Að þessu sinni verður sýningin haldin í borginni Dalian sem er með stærri borgum í Kína hvað varðar veiðar og vinnslu sjávarafurða.

Íslandsstofa hefur haldið utan um þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningunni frá upphafi eða í 15 ár. Þar leggja fyrirtæki áherslu á að ná til sístækkandi markaða sjávarafurða í Kína.

Áhugasömum um þátttöku er bent á að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is eða Aðalstein H.Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Deila