Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. maí 2015

Skýrslur um Ísland – allt árið komnar á vefinn

Skýrslur um Ísland – allt árið komnar á vefinn
Á vef Íslandsstofu má nú finna nýjustu áfangaskýrslu Ísland – allt árið fyrir tímabilið september 2013 til desember 2014.

Á vef Íslandsstofu má nú finna nýjustu áfangaskýrslu Ísland – allt árið fyrir tímabilið september 2013 til desember 2014.  Í skýrslunni er hægt að kynna sér markaðsaðgerðir, áherslur og áhrif þeirra vinnu á íslenska ferðaþjónustu. Á sama tíma hefur samantektarskýrsla fyrir þriggja ára verkefnið Ísland – allt árið verið gefin út, en hún tekur á helstu niðurstöðum frá markaðsaðgerðum áranna 2011 til 2014. 

Markmið Ísland – allt árið voru framan af að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar ferðamanna allt árið um kring, fjölga ferðamönnum utan háannar um 100 þúsund frá september 2011 til september 2014 eða um 12% á ári og loks auka verslun erlendra ferðamanna þannig að endurgreiðsla af virðisauka til ferðamanna utan háannar ykist úr 560 milljónum í 800 milljónir á tímabilinu.

Tilgangur verkefnisins hefur verið að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna til landsins og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Markaðssetningin hefur allt tímabilið farið fram undir merkjum Inspired by Iceland og hafa markmiðin sem sett voru náðst á tímabilinu, eins og fram kemur í skýrslunum. Ímynd Íslands hefur styrkst samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar og fjölgun ferðamanna hefur mætt markmiðum. Þá liggur einnig fyrir að markmið um aukna verslun erlendra ferðamanna náðust við árslok 2013.

Hægt er að nálgast skýrslurnar hér

Deila