Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. september 2016

Slush PLAY – Ísland, suðupottur sýndarveruleika

Slush PLAY  – Ísland, suðupottur sýndarveruleika

Með stuðningi við ráðstefnuna Slush PLAY sem fer fram í Austurbæ dagana 29.-30. september á Íslandsstofa þátt í að tengja saman íslensk fyrirtæki í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, fjárfesta og fjölmiðla.

Slush PLAY er nú haldin í annað sinn og skipulögð af Icelandic Startups og lykilaðilum í greininni í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi, sem er ein stærsta sprota- og tækniráðstefna í Evrópu.

Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur af stuttum erindum og panelumræðum ásamt kynningum fremstu sprotafyrirtækja Norðurlandanna á þessu sviði. Lögð er áhersla á framtíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika og tengsl þessara tveggja greina, m.a. verður rætt um fjármögnun, þróun VR tækninnar, markaðssetningu, öflun notenda ofl. 

Staðfest hafa verið nokkur þungavigtarnöfn sem koma fram m.a. Tommy Palm hjá Resolution Games, Stefanía Halldórsdóttir hjá CCP, Chelsea Stark hjá Mashable, Christina Bechhold hjá Samsung Global Innovation Center, Chet Faliszek hjá Valve, Phil Chen hjá Presence Capital og Sean Lee hjá Wargaming.

Ísland hefur að undanförnu stimplað sig inn sem suðupottur leikjaiðnaðar og sýndarveruleika á alþjóðlegum skala. Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á árunum 2008 – 2015 var 67,8 milljarðar króna og komu nánast allar tekjur iðnaðarins erlendis frá.

Slush PLAY fer fram í Austurbæ dagana 29. – 30 september næstkomandi. Opið er fyrir miðasölu þar sem nokkrar tegundir miða eru í boði. 

Deila