Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. september 2012

Spegillinn II farinn af stað

Spegillinn II farinn af stað
Markaðsþróunarverkefnið Spegillinn II er hafið en verkefnið er sérstaklega miðað að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þetta er annað árið sem Spegillinn er haldinn og taka níu fyrirtæki þátt að þessu sinni.

Markaðsþróunarverkefnið Spegillinn II er hafið en verkefnið er miðað að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Er þetta annað árið sem Spegillinn er haldinn og taka níu fyrirtæki þátt að þessu sinni.

Í Speglinum gefst fyrirtækjum tækifæri til að sannreyna áform sín, lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en haldið er lengra í markaðsaðgerðum, hér heima og eða erlendis.  

Þátttakendur eru frá eftirfarandi fyrirtækjum:

  • Landnámssetrið í Borgarnesi
  • Eaglefjord
  • Tanni Travel
  • Sérferðir
  • Veitingarhúsið Vitinn
  • Saga Travel
  • Ferðaþjónustan Mjóeyri
  • Ferðaþjónustan Vatnsholti

Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Deila