Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. október 2019

Starf verkefnastjóra tækni og hugvits

Starf verkefnastjóra tækni og hugvits
Íslandsstofa leitar að kraftmiklum einstaklingi í starf verkefnastjóra tækni og hugvits. Starfið felst í umsjón með verkefnum Íslandsstofu sem snúa að kynningu íslensks hugvits og tækni á erlendum vettvangi.

Við leitum að skapandi og drífandi starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á alþjóðlegum vettvangi. Mikill kostur er að hafa reynslu af alþjóðlegri markaðssetningu og reynslu á sviði tækni, hugvits og nýsköpunar.

Helstu ábyrgðasvið og verkefni:

- Tengiliður gagnvart tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum
- Umsjón með markaðsverkefnum tengdum tækni og hugviti 
- Umsjón með áætlun er varðar kynningu á Íslandi sem nýsköpunarlandi
- Umsjón með markaðsefni er varðar tækni og hugvit
- Vinna að samstarfsverkefnum við tækni og nýsköpunarfyrirtæki
- Erlend almannatengsl og fjölmiðlaferðir
- Uppbygging samskipta við sendiráð og erlenda samstarfsaðila við kynningu á íslenskri tækni og hugviti
- Samstarf við viðskiptafulltrúa Íslands erlendis vegna kynningar á íslenskri tækni og hugviti
- Skipulagning og aðstoð við fjölmiðlaferðir tengd viðburðum og almennri kynningu á tækni og hugviti.

Menntunar- og hæfnikröfur:

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði markaðsfræði og/eða tækni er æskileg.
- Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum og almannatengslum.
- Þekking og reynsla af markaðssetningu tækni og hugvits á erlendum mörkuðum
- Reynsla af verkefnisstjórnun og viðburðastjórnun
- Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta kostur
- Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi
- Mjög góð tölvukunnátta 

Upplýsingar og umsóknir

Upplýsingar um starfið veita Karl Guðmundsson, forstöðumaður Úflutnings og fjárfestinga, karl@islandsstofa.is og Inga Björg Hjaltadóttir mannauðsstjóri til leigu frá Attentus, inga@attentus.is 

Sótt er um á Alfreð.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember nk. 

Deila