Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. september 2021

Starfsmenn Íslandsstofu á ferð og flugi

Starfsmenn Íslandsstofu á ferð og flugi
Níu íslensk fyrirtæki taka þátt á Global Fishery forum & Seafood Expo í St. Pétursborg, þar sem þau kynna þar vörur sínar og þjónustu undir merkjum Seatech by Iceland.

Starfsemi Íslandsstofu er nú komin á flug og fulltrúar okkar farnir að sækja hina ýmsu viðburði erlendis.

Af fjölmörgu er að þar að taka. Má nefna samnorrænu myndlistakaupstefnuna CHART sem haldin er árlega í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og fór fram í byrjun september. Fjögur íslensk gallerí tóku þátt: I8, BERG Contemporary, Hverfisgallerí og Þula.

Nýverið sótti fulltrúi frá Íslandsstofu vinnustofur í fjórum borgum í Noregi, þar sem ferðaþjónustuaðilar frá yfir 20 löndum og borgum kynntu sína áfangastaði. Norræn vinnustofa var haldin í Frankfurt í Þýskalandi þann 7. september, Tóku þátt 11 íslensk fyrirtæki, en það voru Enterprise rent-a-car, GoNorth Travel, Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair hotels, Iceland Travel, Katla DMI ehf, Reykjavik Excursions, Reykjavik Tourist Information, Special Tours, Snæland Travel, Visit North Iceland.
Þá eru framundan fjölmargir viðburðir á sviði ferðaþjónustu s.s. ferðasýning á Ítalíu, vinnustofur í Hollandi og Belgíu og norræn vinnustofa í París.  

Um þessar mundir er Íslandsstofa með viðveru á sjávarútvegssýningunni Global Fishery forum & Seafood Expo í St. Pétursborg, ásamt níu íslenskum fyrirtækjum sem kynna þar vörur sínar og þjónustu undir merkjum Seatech by Iceland. Það eru fyrirtækin D-Tech, Frost, Hampiðjan, Kapp, Marel, Nautic, Polar Doors, Sæplast og Valka. Sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson tók þátt í opnunar panel á sýningunni, ásamt ráðherrum frá Rússlandi, Færeyjum og Noregi. Einnig var boðið upp á íslenska málstofu þar sem hluti íslensku fyrirtækjanna fengu tækifæri til að kynna sig.

Íslandsstofa skipuleggur í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, sendinefnd þrettán íslenskra fyrirtækja á ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn dagana 16. og 17. september. Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið góður vettvangur til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila.

Í nóvember sækir Íslandsstofa fjárfestaráðstefnuna Nordic-U.S. Food Summit í San Francisco. Með í för verða þrjú íslensk fyrirtæki á sviði matvæla- og matartækni sem munu nýta þetta tækifæri til að komast í samband við bandaríska fjárfesta og efla alþjóðlegt tengslanet sitt.

Ljóst er að hjólin eru farin að snúast á ný á erlendum mörkuðum, enda fjölmargir viðburðir á döfinni erlendis með tilheyrandi tækifærum til tengslamyndunar. Hægt er að fylgjast með viðburðum sem eru framundan á viðburðarsíðu Íslandsstofu


Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ofangreindum viðburðum.

Deila