Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. desember 2011

Tækifæri í skýjunum

Hvaða möguleikar eru í „skýjunum“ og hvernig komumst við þangað?

Leitað var svara við þessum spurningum og fleirum á fjölmennum fundi upplýsingatæknifyrirtækja sem haldinn var sl. föstudag og bar yfirskriftina „Útflutningur í skýin.“

Þetta var fimmti fundurinn í fundaröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja. Íslandsstofa og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) standa að fundunum sem ætlaðir eru sem vettvangur fyrir fyrirtæki í útflutningi sem og þau sem stefna að útflutningi til að hittast og ræða málin.

Að venju miðluðu fulltrúar fyrirtækja af reynslu sinni. Að þessu sinni voru fyrirtækin þrjú; Microsoft á Íslandi, TM Software og Trackwell. Í máli framsögumanna kom meðal annars fram að „skýin,“ eða „þokan" eins og einn fundarmanna vildi kalla þessa dreifileið, styttir leið hugbúnaðarfyrirtækja inn á alþjóðamarkað. Einnig verður lækkun á þróunarkostnaði og styttri tíma tekur að þróa vörur, auk fleiri kosta sem jafna heilmikið samkeppnisstöðu minni hugbúnaðarfyrirtækja gagnvart þeim sem stærri eru.

Eftir að framsögumenn höfðu flutt erindi sín var boðið upp á léttan málsverð þar sem miklar umræður sköpuðust.

 

Deila