Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. nóvember 2013

Tengslamyndun rædd á fundi upplýsingatæknifyrirtækja

Tengslamyndun rædd á fundi upplýsingatæknifyrirtækja
Kynningar- og sölumál voru í brennidepli á öðrum fundi Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) sem haldinn var sl. miðvikudag. Fundurinn bar yfirskriftina ‚Tengslamyndun á erlendum markaði‘ en þar fengu fulltrúar upplýsingatæknifyrirtækja m.a. fræðslu um árangursríka kynningartækni.

Kynningar- og sölumál voru í brennidepli á öðrum fundi Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) sem haldinn var sl. miðvikudag. Fundurinn bar yfirskriftina „Tengslamyndun á erlendum markaði“ en þar fengu fulltrúar upplýsingatæknifyrirtækja m.a. fræðslu um árangursríka kynningartækni.

Á fundinum ræddi Ragnheiður Aradóttir, leiðbeinandi hjá Dale Carnegie, mikilvægi tengslanetsins í kynningarmálum fyrirtækis. Meðal þess sem hún fór yfir voru aðferðir sem auðvelda aðilum að víkka út tengslanet sitt, þ.m.t. samræðutækni og hvernig á að halda áhrifaríka ‚lyfturæðu‘ og fengu viðstaddir að spreyta sig á stuttum æfingum þessu tengdu.
Þá kom m.a. fram að góður undirbúningur getur margfaldað árangur og hafa skal í huga að tengslamyndun getur átt sér stað við ýmis tækifæri, s.s. á ráðstefnu, í samkvæmi eða á íþróttaæfingu barna og mikilvægt að koma ávallt vel fyrir. Því  tengslamyndum snýst ekki um beina sölu - heldur um það hverjir þekkja okkur þegar þeir þurfa á okkur að halda.

Þörfin fyrir umræðuvettvang upplýsingatæknifyrirtækja um útflutning kom fram á hraðstefnumóti sem Íslandsstofa og SUT stóðu fyrir fyrr á þessu ári. Verkefnahópur var settur á fót og fyrsti fundurinn í nýrri fundaröð hefur þegar verið haldinn. Efni fyrsta fundar var samstarf fyrirtækja á erlendum markaði.

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila