Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. desember 2015

Þjónustusamningur vegna Vestnorden Travel Mart 2016 undirrtitaður

Þjónustusamningur vegna Vestnorden Travel Mart 2016 undirrtitaður
Undirritaður hefur verið þjónustusamningur á milli Íslandsstofu og CP Reykjavík vegna skipulagningar og framkvæmdar á ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart sem haldin verður Í Reykjavík 4.- 6. október 2016.
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu (til hægri á mynd) og Lára B. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ráðstefnudeildar hjá CP Reykjavík, handsala þjónustusamning um ferðakaupstefnuna Vestnorden Travel Mart 2016.

Undirritaður hefur verið þjónustusamningur á milli Íslandsstofu og CP Reykjavík vegna skipulagningar og framkvæmdar á ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart sem haldin verður Í Reykjavík 4.- 6. október 2016.

Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnan hefur verið  haldin árlega, frá 1986, og annað hvert ár á Íslandi. Markmið kaupstefnunnar er að kynna Ísland, Færeyjar og Grænland sem áfangastaði fyrir umheiminum og samstarf þeirra á milli.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili ferðakaupstefnunnar Vestnorden Travel Mart 2016 fyrir hönd North Atlantic Association (NATA), ferðamálasamstarfs Norður – Atlantshafsins. NATA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðaþjónustu. Meginhlutverk þessa samstarfs er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir svæðið, Grænland, Ísland og Færeyjar og efla ferðaþjónustu í löndunum þremur.

Deila