Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. október 2016

Þýskir kokkar kynna sér íslenskt hráefni

Þýskir kokkar kynna sér íslenskt hráefni
Íslandsstofa aðstoðaði við skipulagningu og móttöku þýskra matreiðslumanna sem komu hingað til lands nýlega, til að kynnast landinu og öllu því góða hráefni sem hér má fá. Aðaláherslan var á að kynna sér sjávarafurðir, fiskveiðar og vinnslu og heimsótti hópurinn m.a. Vestmannaeyjar og Reykjavík. Það er fyrirtækið Deutshce See sem stendur að baki heimsókninni og eru þetta viðskiptavinir þeirra.

Íslandsstofa aðstoðaði við skipulagningu og móttöku þýskra matreiðslumanna sem komu hingað til lands nýlega, til að kynnast landinu og öllu því góða hráefni sem hér má fá. Aðaláherslan var á að kynna sér sjávarafurðir, fiskveiðar og vinnslu og heimsótti hópurinn m.a. Vestmannaeyjar og Reykjavík. Það er fyrirtækið Deutshce See sem stendur að baki heimsókninni og eru þetta viðskiptavinir þeirra. 

Í Salt Eldhúsi tóku tveir landsliðskokkar á móti hópnum og kynntu hráefnið og fékk hópurinn að taka þátt í að elda fjölmarga rétti. Á matseðlinum var m.a. þorskur með gerjuðuðum kartöflum, svörtum hvítlauk og skessujurt, þanggrafin karfi með skeggþangi og piparrót, íslensk hörpuskel með rósaraldin og hnúðkáli, humar á rósmaríngrein og létteldaður og ristaður sjóurriði með einiberjakremi og agúrku.

Haldin var kynning um fiskveiðistjórnun á Íslandi og vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.  Allir fengu svuntur að gjöf með auðkennismerki vottunar Iceland Responsible Fisheries og ýmislegt góðgæti. Mikil ánægja var með heimsóknina og hafa skapast góð tengsl sem hægt er að byggja á til framtíðar. Þess má geta að margir þessara matreiðslumanna eru virkir á samfélagsmiðlum og hafa nú þegar nefnt íslenska fiskinn í réttum sem í boði eru á veitingastöðum þeirra. Hér má sjá eitt dæmi þess:

Deila