Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. janúar 2018

Tímamóta markaðsverkefni í tengslum við HM 2018 kynnt á Hilton

Tímamóta markaðsverkefni í tengslum við HM 2018 kynnt á Hilton
Um 170 manns mættu á kynningarfund Íslandsstofu sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag og fjallaði um tímamóta markaðs- og kynningarverkefni fyrir íslenskt atvinnulíf vegna þátttöku Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Um 170 manns mættu á fund Íslandsstofu sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag og fjallaði um nýtt markaðs- og kynningarverkefni fyrir íslenskt atvinnulíf vegna þátttöku Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Á fundinum var farið yfir tilgang og aðferðafræði verkefnisins sem mun fara formlega í gang í febrúar. George Bryant, eigandi markaðsfyrirtækisins Brooklyn Brothers, nefndi að þegar Evrópumót karla í knattspyrnu stóð yfir árið 2016 hafi leitarfyrirspurnum um Ísland fjölgað um 73% á Google. Því eru tækifærin óneitanlega mörg núna í tengslum við HM 2018. Hann benti á að tæplega 6 milljarðar manna séu án liðs á HM 2018, en um helmingur þeirra hafi samt áhuga á að fylgjast með mótinu. Ætlunin er því að hvetja fólk til að styðja Ísland undir myllumerkinu #TeamIceland. 

Tilgangur verkefnisins er að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem uppruna gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Stjórnvöld eru reiðubúin að leggja allt að 200 milljónir í verkefnið að því gefnu að fyrirtæki sem taka þátt komi með annað eins á móti - krónu á móti krónu. Kallað er eftir þátttöku fyrirtækja í verkefnið.
Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Daði Guðjónsson, dadi@islandsstofa.is

Deila